Hægt að sækja eða fá sent
Kíktu við á opnunartíma
Sendingarkostnaður 690 kr.
Frí sending ef verslað fyrir 8.000 kr.
VERSLUNIN LOKAR
ALLT Á AÐ SELJAST

Ullin hefur náttúrulega eiginleika og marga kosti en nauðsynlegt er að fara vel eftir þvottaleiðbeiningum til að ullin haldi sér sem best. Ullin hrindir frá sér óhreinindum og því þarf ekki að þvo ullina eins og oft bómull. Oftast þarf ekki að þvo ullarföt fyrr en þau eru orðin blettótt. Stundum má jafnvel spreyja svolitlu vatni á flíkina og hengja upp utandyra til að fríska upp á hana. 

  • Kíkið á þvottaleiðbeiningar sem eru innan í flíkinni. Stundum er mælt með handþvotti en sumar ullarflíkur þola þvottavél á handþvottastillingu og jafnvel þurrkara.
  • Ef flíkin má fara í þurrkara er það skýrt tekið fram á flíkinni.
  • Alltaf skal nota ullarþvottaefni á ull.
  • Sniðugt er að snúa flíkinni við áður en hún er þvegin til að vernda hana. 
  • Ef flíkin hefur minnkað lítillega í þvotti er í lagi að teygja aðeins á henni á lengdina en ekki skal vinda hana, það gæti eyðilagt hana. 
  • Hengið fötin upp til þerris eða látið þorna á handklæði. 

Ef þú ákveður að setja flíkina í þvottavél þrátt fyrir að mælt sé með handþvotti í miðanum á flíkinni er það gert á þína ábyrgð. Hugsanlega gæti flíkin minnkað örlítið við þetta en þá er hægt að teygja varlega á henni á lengdina þegar hún kemur úr þvotti en ekki vinda flíkina, það gæti eyðilagt hana. Við mælum hins vegar alltaf með að fara vandlega eftir þvottaleiðbeiningum.