Hægt að sækja eða fá sent
Kíktu við á opnunartíma
Sendingarkostnaður 690 kr.
Frí sending ef verslað fyrir 8.000 kr.
Auðvelt að skila
við endurgreiðum vöruna!

Leikskólaföt - hvað þarf barnið að eiga?

Nú eru mörg börn að byrja á leikskóla eða hjá dagforeldrum eftir sumarið og margir foreldrar farnir að huga að fatnaði fyrir barnið. Mikilvægt er að börn séu klædd í réttan fatnað svo þeim líði sem best, bæði í útiveru og inniveru. Þekkt er á leikskólum og í daggæslu að þau börn sem eru illa klædd í útiverunni uni sér ekki nógu vel og vilji helst leika sér inni. Við ákváðum því að taka saman lista yfir það sem gott er fyrir barnið að eiga þegar það byrjar á leikskóla eða hjá dagforeldri.  

Innsta lag:

 • Gott er að eiga góða nærboli úr ull sem hjálpa barninu að halda líkamshitanum í jafnvægi og anda vel. 
 • Við mælum með því að klæða börn í ull næst húðinni. Baldursbrá býður upp á frábært úrval af þunnum ullarfatnaði fyrir börn, frá Joha og Cosilana. Einnig eru hinar ýmsu ullarblöndur vinsælar, en þær eru oft mýkri og léttari, til dæmis ull og silki eða ull, silki og lífræn bómull. Kosturinn við ullarfatnað er að ekki þarf að þrífa hann eins oft og önnur föt því ullin hefur náttúrulega eiginleika sem valda því að hún hrindir frá sér óhreinindum. Því þarf ekki að eiga mjög margar flíkur til skiptana. 

Miðlag:

 • Hlý og góð ullarpeysa eða flíspeysa. Algjör nauðsyn! Hjá Baldursbrá er úrval af ullarpeysum hér
 • Gott er að eiga góðar ullarbuxur eða flísbuxur til að hafa undir pollagallann eða undir snjógallann á köldustu dögunum. Skoðaðu úrvalið af ullarbuxum hjá Baldursbrá hér

Ysta lag: 

 • Góður pollagalli. Ágætt er að hafa buxurnar með axlarböndum fyrir þau minnstu. 
 • Snjógalli fyrir köldu dagana. 
 • Hlý úlpa
 • Vatnsfráhrindandi jakki fyrir hlýrri daga. 

Fylgihlutir:

 • Nauðsynlegt er að eiga góða og hlýja vettlinga. Ullarvettlingar eru hlýir og mjúkir og hefta ekki fínhreyfingar hjá barninu. Á blautum dögum er hægt að hafa pollavettlinga yfir. 
 • Hlý lambhúshetta. Þykku lambhúshetturnar frá Joha hafa verið mjög vinsælar og hafa leikskólakennarar sérstaklega mælt með þeim því þær eru úr 100% ull, passa vel á höfuðið og eru þykkar og hlýjar en anda jafnframt vel. 
 • Þynnri húfa eða lambhúshetta. Við erum sérstaklega hrifin af þunnum ullarlambhúshettum úr einföldu eða tvöföldu lagi. Þær henta vel allan ársins hring en eru jafnframt léttar og þægilegar. Kíkið á úrvalið hjá Baldursbrá hér
 • Gott er að eiga hlýja og góða ullarsokka eða sokkaskó. 

Skór:

 • Fyrir veturinn er nauðsynlegt að eiga góða kuldaskó. Sumir kaupa loðfóðruð stígvél og láta það duga. Ef þú kaupir kuldaskó þarf barnið einnig að eiga stígvél fyrir rigningardaga. 
 • Á vorin og haustin er gott að eiga léttari skó, svo sem íþróttaskó, fyrir útiveruna. 
 • Sum börn nota inniskó á leikskólanum en það er ekki nauðsynlegt. 

Við vonum að þessi listi hjálpi einhverjum foreldrum. Munið svo að betra er að klæða barnið of vel heldur en of illa, því verra er að vera kalt heldur en örlítið heitt, og auk þess er það sjaldan sem veðrið á Íslandi býður upp á slíkt vandamál. 

Höfundur: Gabríela Bryndís Ernudóttir
Fyrri færsla

Skrifa athugasemd

Samþykkja þarf athugasemdir áður en þær eru birtar