Hægt að sækja eða fá sent
Kíktu við á opnunartíma
Sendingarkostnaður 690 kr.
Frí sending ef verslað fyrir 8.000 kr.
Auðvelt að skila
við endurgreiðum vöruna!

Hugmyndir að ullarfötum fyrir ungabörn

Við fáum margar fyrirspurnir frá foreldrum um hvernig best er að klæða ungabörn í ull fyrir veturinn. Úrvalið af mismunandi húfum, vettlingum, og innra og ytra lagi af ull getur fljótt orðið yfirþyrmandi og ruglað fólk í ríminu. Við ákváðum því að setja saman lista af uppáhalds ullarvörunum okkar fyrir minnstu krílin í vetur. 

Húfur

Góð ullarhúfa er eitt það mikilvægasta sem þú kaupir fyrir barnið þitt. Það er svo mikilvægt að ungabörnum verði ekki kalt á höfðinu. Ungabörn hafa ekki þroskað með sér fullkomna getu til að stilla eigin líkamshita og þar sem mikið af líkamshitanum fer úr líkamanum í gegnum höfuðið er húfa eitt það mikilvægasta sem þarf að huga að. Húfa úr náttúrulegu efni eins og ull, sem hefur þann eiginleika að hlýja barninu þegar það er kalt, og anda vel þegar það er heitt, er fullkomin fyrir lítil kríli. 

Lambhúshetta frá JOHA úr ullarflís er ein af okkar uppáhalds. Hún er ótrúlega mjúk og hlý og er úr ull og engu öðru efni innan í, en mælt er með að hafa ull næst húðinni. 

Þegar það er ekki eins kalt, til dæmis á haustin og vorin, mælum við með þynnri ullarlambhúshettu frá JOHA. Hún er til í mörgum litum og er saumuð úr tvöföldu lagi af ull en er þó ekki of þykk. Hún hentar einstaklega vel þegar börnin sofa úti í vagni, sérstaklega þegar hitastigið er ekki mjög lágt. Hún leggst líka vel upp að eyrum og ekki blæs á milli, eins og gerist oft með svipaðar húfur. 

 

Fyrir ungabörn er mjög hentugt að eiga bundnar húfur. Létt bundin húfa úr ull og silki er ótrúlega þægileg og mjúk. Húfurnar frá JOHA eru mjög góðar og einnig frá Cosilana, en þær eru úr ull, silki og lífrænni bómull. 

Ullarsamfellur

Ullarsamfellur eru léttar og anda vel, og halda á búknum hita, en mikilvægt er að ull sé næst húðinni svo hún einangri sem best. Þess vegna mælum við með að eiga nokkrar ullarsamfellur til að hafa undir öðrum fatnaði og tryggja þannig að barninu verði ekki kalt. Ermalausar samfellur hafa einnig verið mjög vinsælar sem innsta lag og henta vel barnið er til dæmis í bómullarsamfellu yfir. Til eru ýmsar gerðir af ullarnærfötum, svo sem bolir, leggings og heilgallar, en ef við ættum að velja eitthvað eitt til að mæla með fyrir ungabörn þá er það samfella. Ungabörnum er lyft oft upp svo ef barnið er eingöngu í bol flettist bolurinn oft upp svo bert verður á milli. Samfella sem undirlag leysir þetta vandamál. Ullarsamfellur eru til í 100% ull, blöndu af ull og silki sem er aðeins mýkra efni, og blöndu af ull, silki og lífrænni bómull. 

 Leggings

Ullarleggings eru líka ótrúlega hlýjar og góðar fyrir litla kroppa. Þar sem þekkt er að lítil kríli eiga það til að sparka af sér sokkunum, mælum við með því að eiga ullarleggings með áföstum sokkum á. 

Náttgalli

Þar sem rannsóknir hafa bent til að ungabörn (og fullorðnir!) sofi betur í ull, þá erum við sérlega hrifin af ullarnáttgöllum. 

 

 

Peysur

Nauðsynlegt er að eiga minnst eina hlýja og góða peysu fyrir ungabarnið. Við mælum með ullarpeysum því þær eru úr náttúrulegu og umhverfisvænu efni sem sjaldan þarf að þvo og halda barninu hlýju. Ullarpeysa er fullkomin þegar barnið er í bílstólnum eða fyrir göngutúr í burðarpoka, til dæmis. Uppáhalds ullarpeysurnar okkar eru frá JOHA og Cosilana. 

 

Heilgalli

Síðast en ekki síst mælum við eindregið með því að klæða barnið í þykkan ullarheilgalla þegar farið er með barnið út. Ullarheilgalli úr ullarflís er eitt það mýksta og þægilegasta sem við vitum um, auk þess að vera ótrúlega hlýr og góður. Uppáhaldið okkar er frá JOHA en hann er með tvo rennilása alla leið niður báða fætur, sem gerir foreldrinu sérstaklega auðvelt að klæða barnið í og úr. Einnig er hægt að loka fyrir bæði hendur og fætur sem einfaldar hlutina töluvert. Ef þú velur heilgalla sem er ekki með lokun mælum við eindregið með hlýjum ullarvettlingum. 

Kíkið svo endilega á þvottaleiðbeiningar um ull og aðra grein um nokkra kosti ullarinnar

 

 

Höfundur: Gabríela Bryndís Ernudóttir
Fyrri færsla / Nýrri færsla

Skrifa athugasemd

Samþykkja þarf athugasemdir áður en þær eru birtar