Hægt að sækja eða fá sent
Kíktu við á opnunartíma
Sendingarkostnaður 690 kr.
Frí sending ef verslað fyrir 8.000 kr.
VERSLUNIN LOKAR
ALLT Á AÐ SELJAST

Þekkir þú alla kosti ullarinnar?

Ullin er eitt umhverfisvænasta fataefni sem til er og við Íslendingar eigum okkur langa sögu um að nota hana til að halda á okkur hita. Þrátt fyrir það eru ekki allir meðvitaðir um alla þá frábæru kosti sem ullin hefur upp á að bjóða.

Margir halda að ullin valdi kláða og að erfitt sé að þvo hana. Því fer hins vegar fjarri. Ullarföt hafa marga frábæra eiginleika sem hjálpa börnum að halda líkamshitanum í jafnvægi og eru einstaklega þægileg viðkomu. Ullarföt sem innihalda einnig silki henta vel þeim börnum sem eru með viðkvæma húð. Að auki hefur ullin þá eiginleika að hún hrindir frá sér óhreinindum og lykt, svo ekki þarf að þvo hana eins oft og önnur föt. Það er leikur einn að þvo ull en flestar þvottavélar í dag hafa sérstaka stillingu fyrir viðkvæman þvott og margar ullarvörur hafa verið meðhöndlaðar þannig að auðveldara er að þvo þær. Joha vörurnar okkar má flestar þvo í þvottavél með ullarþvottaefni.  

Þar sem ekki þarf að þvo ull eins oft og bómull er hægt að sleppa með að eiga færri flíkur en ella. Ágætt er að eiga góð ullarnærföt sem barnið klæðist undir öðrum fatnaði. Þá er nokkuð öruggt að barninu verði ekki kalt. Einnig er frábært að eiga ullarheilgalla sem barnið getur klæðst þegar það fer í vagninn eða í bílstól, þar sem ekki er mælt með að börn séu í þykkum dúnúlpum í bílstól vegna öryggishættu. Ullarhúfur eru líka algjör nauðsynjavara en eins og við vitum þá hleypum við börnum ekki út án hlýrrar húfu á Íslandi. 

Að lokum má nefna að ullin hefur reynst ungabörnum alveg sérstaklega vel en rannsóknir benda til þess að börn sofi betur í ull og vakni síður grátandi. Fyrirburar sem klæðast ull hafa líka þyngst hraðar, samkvæmt rannsóknum. Við erum því alveg sérstaklega hrifin af eiginleikum ullarinnar og vonum að þið verðið það líka. 

Höfundur: Gabríela Bryndís Ernudóttir
Fyrri færsla / Nýrri færsla

Skrifa athugasemd

Samþykkja þarf athugasemdir áður en þær eru birtar